Vinnumaurar draugamaura (tapinoma melanocephalum) nærast aðallega á kolvetnum. Sérstaklega finnst þeim hunangsdögg, sem blaðlýs gefa frá sér, frábær. Í raun geta maurar lifað af nokkuð vel ef þeim er eingöngu gefið hlynsírópi eða sykurvatn. Þrátt fyrir þetta þarf ungviðið ásamt drottningunum prótín, annarsvegar til vaxtar og hinsvegar fyrir eggja varp. Hér sjást vinnumaurar úr stóra draugamaurabúinu okkar étandi konungs mjölorm (Zophobas morio). Undanfarið hafa drottningar búsins verið duglegar við eggjavarp og þessvegna þarf búið nú mikið af prótínum.