Ljósi varpað á lúsmý og ávaxtaflugur

Fjallað var um rannsókn okkar á

Klakgildrur sem notaðar voru til að leita að uppsprettum lúsmýsins

.

Þar sagði m.a.

“Tilvist agnarsmáu mýflugunnar lúsmýs hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hér á landi seinustu ár. Þessar fíngerðu og illa sýnilegu flugur safnast margar saman á húð spendýra til að sjúga úr þeim blóð, eins og mörg hafa eflaust reynt á eigin skinni. „Lúsmý barst hingað fyrir um 10 árum að því talið er en margt er á huldu um líffræði þess,“ segir Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur í sumar ásamt samstarfsfólki rannsakað útbreiðslu og greint erfðaefni þessa ágenga gests og einnig ávaxtaflugna sem mörg þekkja eflaust úr ávaxtaskálum á heimilum fólks. Áherslan er m.a. að kortleggja dreifingu þessara tegunda á höfuðborgarsvæðinu og framvindu þeirra yfir sumarið.

Þrír BS-nemar í líffræði við Háskóla Íslands koma að verkefninu, þau Guðfinna Dís Sveinsdóttir, Nína Guðrún Baldursdóttir og Rafn Sigurðsson, en rannsóknin er að hluta styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sem gefur háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Auk þeirra hefur Andreas Gaehwiller Guðmundsson hjálpað til við verkefnið.”

og einnig af lúsmýi

Nýsköpunarsjóður námsmanna gerir fjórum líffræðinemar og BS líffræðingar kleift að verkefnum um skordýr á Íslandi við Líffræðistofu Háskóla Íslands í sumar.

Maurarannsóknir eru aðalviðfangsefni þessa vefs, en nú er kastljósinu beint að lúsmýi og ávaxtaflugum. Það eru nýlegir landnemar hérlendis. Lúsmýið er alræmt fyrir bit og almenn leiðindi, en ávaxtaflugur eru dýrkaðar og dáðar vegna fegurðar sinnar og fengileika. Sumir eru reyndar smeykir við ávaxtaflugur, en þær bíta ekki fólk, bera ekki sjúkdóma og verða bara til ama ef þær verpa í bananann sem við gleymdum undir ískápnum.

Í lúsmý verkefninu er ætlunin að kanna hvenær sumarsins þær koma fram, hvort um sé að ræða einn eða tvo toppa klaksins, hvaða búsvæðum flugurnar klekjast helst úr og hver dreifing þeirra á landsvísu er. Beitt verður aðferðum skordýrafræði og stofnerfðafræði. Hér er mynd af klakgildrum.