Draugamaur

  • Latneskt heiti: Tapinoma Melanocephalum
  • Litur: Dökkir með ljósann afturbol
  • Drottningar: Margar
  • Stærð: 1,3-2 mm
  • Búsvæði: Innandyra
  • Stærð búa: 100-10000 maurar
  • Fæða: feiti, sykraður matur og skordýr.
  • Líftími drottningar: Stuttur

Draugamaurar fundust fyrst á ÍSlandi stuttu eftir síðustu aldamót. Þeir finnast nú reglulega á höfuðborgarsvæðinu en hafa stöku bú þeirra einnig fundist á suðurlandi. Líklegt er að maurinn hafi upphaflega komið frá Asíu eða Afríku en er hann nú að finna í öllum heimsálfunum að undanskyldu Suðurskautslandinu. Draugamaurar eru svo smáir (2 mm) að þeir komast oft inn í matarumbúðir og geta þannig valdið tjóni.

Draugamaurar mynda yfirleitt nokkuð stór bú en þau geta verið dreifð yfir nokkuð stórt svæði. Þar sem draugamaurar hafa margar drottningar geta þær stundum fundist á mismunandi stöðum. Draugamaurar eru miklir tækifærasinnar og flytja stundum búin sín þrátt fyrir það að nýa staðsetningin gæti orðið ónothæf innan við viku. Vegna þessa er oft mikil mauraumferð hjá draugamaurum. Vinnumaurar flytja þá sífellt egg og mat á milli búa.

Maurarnir eru auðþekkjanlegir af gagnsæum afturbol sínum. Liturinn ásamt lítilli stærð sinni leiðir til þess að erfitt getur verið að sjá maurinn og er hann þessvegna kallaður draugamaur.

Ef vinnumaur draugamaura er drepinn gefur hann frá sér sterkan fnyk sem líkist rottnuðum kókoshnetum.

Nýjar fréttir og myndir af draugamaurum má finna hér.