Húsamaur

  • Latneskt heiti: Hypoponera Punctatissima
  • Litur: Dökkur
  • Drottningar: Margar
  • Stærð: 2-3 mm
  • Búsvæði: Inni í húsum, undir gólfi við lagnir og pípur.
  • Stærð búa: <100
  • Fæða: Skordýr

Bú húsamaura eru tiltölulega lítil. Þau hafa aðeins fundist inni í húsum manna og þá oft undir gólfi við hitalagnir. Ólíkt hefðbundnum maurategundum yfirgefa húsamaurar bú sín sjaldan. Þessvegna verður fólk oft ekki vart við maurana fyrr en þeir hafa náð ágætum fjölda. Einu sinni á ári yfirgefa vængjaðar drottningar búið og geta þá komið inn í hús. Ef þessar drottningar festast undir fötum geta þær bitið mannfólk. Þessi bit eru ekki hættuleg en geta verið sársaukafull. Vegna þess hve sjaldan húsamaurar yfirgefa bú sín, getur verið afskaplega erfitt að losna við þá. Vegna staðsetningar búa þeirra, upp við rör og pípur, eru þessir maurar líka stundum kallaðir skólp- eða klóakmaurar.

Talið er að húsamaurinn sé algengasti maurinn á Íslandi. Erfitt getur verið að greina búafjölda þar sem maurarnir koma svo sjaldan út úr búum sínum. Stundum geta stór bú lifað undir húsum án þess að íbúar hússins sjái maurana nokkurn tímann.

Þegar drottningarnar sverma út úr búum sínum koma maurarnir oft ínn í íbúðir upp um sprungur í gólfum eða veggjum. Þessar drottningar reyna þá að fljúga að ljósi og safnast þá oft fyrir í gluggum. Húsamaurar þurfa raka til þess að lifa af og þorna því fljótlega upp inni í húsum og deyja. Ef svo vill til að mauradrottning finni  aðra hentuga sprungu inni í húsinu getur hún þá stofnað nýtt bú þar.

Lán í óláni er þó að húsamaurar eru mjög herskáir gegn öðrum skordýrum sem koma inn í bú þeirra og berjast gegn þeim af miklum ofsa. Þetta leiðir til þess að í húsum þar sem húsamaurar eru til staðar finnast sjaldan aðrar pestir svosem silfurskottur.

Nýlegar fréttir og myndir af húsamaurum má finna hér.

2 thoughts on “Húsamaur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *