Jötnamaur

  • Latneskt heiti: Camponotus Herculeanus
  • Litur: Dökkur en sumstaðar rauðleitur
  • Drottningar: Margar
  • Stærð: 0,6-1,2 mm
  • Búsvæði: Inni í húsum eða utandyra í viði
  • Stærð búa: Stór (10000+)
  • Fæða: Skordýr, sykurrík fæða og afurðir blaðlúsa
  • Líftími drottningar: 10-15 ár
  • Líftími vinnumaurs: 4 ár

 

Jötnamaurar bárust til landsins í nokkrum mæli á árunum 1980-90 en hafa ekki sést eftir það. Talið er þó að þeir geti lifað af í náttúrunni á Íslandi án aðkomu manna svo líkur eru á því að þeir séu enn finnanlegir hérlendis. Jötnamaurar búa yfir þeim hæfileika að geta nagað sig inn í við og eru bú þeirra því oftast í rottnuðum við. Þessir maurar eru polymorphic sem þýðir að vinnumaurar tegundarinnar geta myndast í mismunandi stærðum. Stærstu maurarnir, sem kallast major-maurar, hafa stóra kjálka sem þeir nota bæði til þess að naga við og til þess að bíta í gegnum ytri stoðgrind skordýra. Minni maurarnir sem kallast, minor-maurar, safna mat og næra drottninguna. Major-maurarnir hafa svo stóra kjálka að þeir geta bitið mannfólk ef þeim er ógnað. Þessi bit eru ekki hættuleg en geta verið sársaukafull.

One thought on “Jötnamaur

  1. Ég vissi ekki að það væri hægt að finna camponotus á Íslandi, ég myndi vilja eiga svoleiðis bú vegna þess að camponotus eru einn af uppáhalds maurunum mínum. Vonandi finnið þið fleiri tegundir hér á landi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *