Húsamaurar á hversvæðum

Húsamaurinn, Hypoponera ergatandria er nokkuð algengur í hituðum byggingum höfuðborgarsvæðisins. Tegundin er vel þekkt meðal ágengra maurategunda víða um heim. Tegundin þrífst best í heitu og röku umhverfi og eru bú því algeng við gamlar hitaveitulagnir. Nýlega fannst þó stakt bú utandyra í heitri jörð á norðurlandi. Þessi uppgötvun vekur margar nýjar spurningar sem spennandi verður að rannsaka á komandi árum.

Hypoponera ergatandria ants are relatively common inside continuously heated buildings in Reykjavík and the surrounding towns, and it is a well-known, widespread, invasive species. It need high temperatures and high humidity levels in order to thrive, and the conditions it can find indoors in Iceland are extremely favorable. However, a colony of ~150 workers was recently found in the North of Iceland in a soaked patch of geothermally-heated ground. This discovery broadens our research horizons to more exciting future investigations.

Meira af vísindavef

Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur…

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. „Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2021. Sótt 13. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47708.

Húsamaura vinnumaur

Vinnumaurar húsamaura (Hypoponera punctatissima) lifa mjög duldu lífi og sjást því sjaldan. Þeir lifa yfirleitt bara neðanjarðar (eða inni í veggjum húsa), og finna alla næringu sem þeir þurfa þar. Það vildi svo heppilega til að við rákumst á vinnumaur (til vinstri) og drottningu (til hægri) að skiptast á upplýsingum og líklega næringu líka. Eitt mikilvægt hlutverk vinnumaura er að mata drottningarnar sínar.

Drottning húsamaura

Húsamaurar/Klóakmaurar (Hypoponera punctatissima) eru mjög sjaldgæfir utandyra og geta yfirleitt bara lifað inni í hituðum húsum á Íslandi. Vængjaðar drottningar mauranna sverma frá desember fram í júlí og dragast þá að ljósi. Vinnumaurar þeirra sjást þó sjaldan því ólíkt öðrum maurum nærast þeir eingöngu á öðrum skordýrum en ekki sykri og hafa því enga ástæðu til þess að koma inn í íbúðir manna.