Íslenskir maurar

Á Íslandi hafa fundist hátt í tuttugu mismunandi tegundir maura. Stundum finnast einungis stök bú en þó eru fimm maurategundir sem skjóta hér oftar upp kollinum, þessar tegundir eru: blökkumar, draugamaur, faraómaur, jötnamaur og húsamaur. Talið er að allir þessir maurar hafi borist til landsins með mönnum, oft í farangri eða með plöntum.

Til þessa dags hafa einungis fáar rannsóknir verið framkvæmdar á maurum á Íslandi. Miðað við gögn síðustu 40 ára er þó ljóst að nýjum búum á Íslandi fjölgi stöðugt. Víst er líka að maurar geti haft mikil áhrif á umhverfið sitt.

Í umhverfi þar sem skordýr hafa lengi lifað með maurum hafa þau þróað varnir til þess að verjast gegn þeim. Til dæmis geta sum skordýr losað útlimi ef maur skildi  ná taki á þeim.

Skordýr sem eru óvön maurum hafa auðvitað ekki þessar varnir og eru því auðveld bráð fyrir maurana.

Þetta leiddi til þess að þegar maurar komu fyrst til Havaí eyja, útrýmdu þeir um 80% staðbundinna skordýrategunda. Svipað atvik gæti vissulega líka átt sér stað á Íslandi en þó er útbreiðsla mauranna töluvert hægari en á Havaí eyjum vegna veðurfars. Þrátt fyrir þetta er mjög mikilvægt að rannsaka útbreyðslu mauranna og er það einmitt eitt aðal markmið þessa verkefnis.

 

Íslenskir maurar

Útbreiðsla maura á Höfuðborgarsvæðinu

Gulur: Faraómaur

Rauður: Blökkumaur

Blár: Draugamaur