Blökkumaur

  • Latneskt heiti: Lasius Niger
  • Litur: Svartur
  • Drottningar: Ein
  • Stærð: 3-5 mm
  • Búsvæði: Inni og úti, oft undir steinum.
  • Stærð búa: 4000-50000 maurar
  • Fæða: Skordýr og sykurrík matvæli.
  • Líftími drottningar: 15 ár
Blökkumaurar
Blökkumaurar flytja lirfu í Reykjavík

Blökkumaurinn er einn algengasti maurinn á Íslandi. Maurinn er útbreyddur um alla Evrópu og Norður-Ameríku. Blökkumaurar eru taldir hafa borist til landsins af og til allt frá árinu 1938 en hann hefur orðið algengari á síðustu 20 árum. Blökkumaurinn er einn fárra maura sem getur lifað utandyra á Íslandi allt árið um kring. Maurinn er alveg skaðlaus en getur valdið óþægindum ef hann kemst inn í hús og þar sem hann sækist í matvæli. Blökkumaurar geta komið upp búum með allt að 50000 maurum en algengara er að bú hafi um 5000-6000 maura.

Maurarnir eiga það til að rækta blaðlýs, líkt og bóndi ræktar kýr. Þeir verja blaðlýsnar, frá öðrum dýrum sem gætu étið þær, og fá fyrir það blaðlúsasafa. Safinn er sætur úrgangur lúsanna sem maurarnir nærast á. Vegna þessa finnast bú blökkumaura oft nálægt trjám, til dæmis undir steinum eða viðardrumbum.

Maurinn hefur fundist um allt land en er algengastur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta getur bæði stafað af því að þar er oft hlýrra en annarsstaðar á landinu og mikið af mannvirkjum sem maurinn getur nýtt auk ofgnóttar af fæðu.

Nýjar fréttir af blökkumaurum finnast hér.

Myndskeið af blökkumaurum finnast hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *