- Latneskt heiti: Myrmica rubra
- Litur: Rauður
- Drottningar: Margar
- Stærð: 4-5,5 mm
- Búsvæði: Utandyra, undir steinum eða timbri
- Stærð búa: 100-10000 maurar
- Fæða: Skordýr og sykurrík matvæli.
- Líftími drottningar: 2 ár
Stærsti maurinn sem hefur fundist á Íslandi til þessa dags. Tvö tengd bú fundust í garði í Reykjavík þar sem þau höfðu lifað utandyra í nokkur ár. Eldmaurar eru þekktir fyrir árásargirni sína en þeir geta bæði bitið og stungið, enda gera þeir oft bæði ef þeir þurfa að vernda búið sitt.
Þrátt fyrir þessa árásargirni stafar mönnum lítil hætta af maurunum. Maurarnir hafa ekki nógu stóra kjálka eða sting til þess að geta valdið alvarlegum skaða. Minna finnst fyrir stungu eða biti eldmaurs en af stungu geitungs eða býflugu.
Tegundin þarf mikið af prótíni í fæðu sinni og veiðir því mikið af skordýrum til þess að fæða bú sín.