Rauðir eldmaurar

Í fyrra birtum við greinarkorn um eldmaura á vísindavefnum.

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hvað eru rauðir eldmaurar?Vísindavefurinn, 22. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=84777.

„Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk óttast hvað mest, samanber ýmsar bókmenntir og kvikmyndir á borð við Legion of Fire: Killer Ants! og Fire Ants: The Invincible Army.[1]

Nokkrar tegundir maura ganga undir nafninu eldmaurar, meðal annars svartir eða rauðir eldmaurar. Einnig má nefna hina svokölluðu evrópsku eldmaura (Myrmica rubra) sem hafa fundist hérlendis eins og fjallað er um í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi? Hér verður hins vegar fjallað sérstaklega um rauða eldmaurinn (Solenopsis invicta) sem er mjög skæður, meðal annars vegna þess að tegundin hefur dreifst frá upprunalegum heimkynnum sínum til annarra landa þar sem hann telst vera ágeng tegund.“