Nýtt bú auramauranna

Auramaurarnir eru fluttir í nýtt bú. Það var skorið út í stóran stein, og settur upp kastali í opna svæðið. Þar fá þeir mat og drykk. Enn á eftir að koma í ljós hvernig þeir nota svæðin, en fyrst í stað mynduðu þeir hreiður við eitt vatnsbólið. Hitapúði var settur á plexiglerið og þar mynduðust kjöraðstæður.

Fyrirhugað er að fara með búið í leikskóla í kraganum og á Vesturlandi nú í haust.

Hvað eru rauðir eldmaurar?

Hvað eru rauðir eldmaurar?

Við svörðuðum þessari spurningu fyrir vísindavefinn árið 2023. Svarið byrjaði svona, sjá einnig tengil neðst.

Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk óttast hvað mest, samanber ýmsar bókmenntir og kvikmyndir á borð við Legion of Fire: Killer Ants! og Fire Ants: The Invincible Army.[1]

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hvað eru rauðir eldmaurar?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2023, sótt 21. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=84777.

Mauragengið í viðtali á Samstöðinni

Í samfélagsverkefni sem HÍ styrkti fórum við í nokkra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og halda mauradaga á opnum vettvangi. Hluti af þessu er að tala við fjölmiðla um maura og líffræðilega fjölbreytni. María á Samstöðinni ræddi við tvo okkar í gær, og má sjá myndband af viðtalinu á youtube.

Við ræddum meðal annars evrópska eldmaura, sem fundust hér sumarið 2021.

Common red ants (Myrmica rubra) in Iceland / Evrópskir eldmaurar (Myrmica rubra) á Íslandi, 92(1-2). 32-39. In Icelandic with English summary

 

Maurar í Flensborg

Við heimsóttum nokkra bekki í Flensborgarskóla í síðustu viku.

Nemendur voru mjög áhugasamir og skemmtilegir í viðræðu, og greinilegt að nokkrir hafa góða þekkingu á maurum.

Verkefni þetta var styrkt af samfélagssjóði HÍ. Við vorum svo lánsöm að fá styrk fyrir annað verkefni af þessu tagi fyrir árið 2025. Þá verður farið með maurabú í leikskóla í kraganum í kringum höfuðborgina. Meira um það síðar.

Auramaurar fóru í Verslunarskólann

Heimsóknir mauragengisins í framhaldsskóla héldu áfram í síðustu viku.

Heimsóttum bæði MH og Verslunarskólann og ræddum við nemendur.

Á myndinn sést Rafn Sigurðsson útskýra búið fyrir nemendum.

Þar sem við erum á ferðinni að vetrarlagi og maurarnir kuldaskræfur, þá fyllum við plastflöskuna af fyllt heitu vatni og setjum hitapokann í örbylgjuna. Hvorutveggja þétt við búið undir teppi, heldur þeim sæmilega frískum meðan við ökum milli staða.

Verkefnið er styrkt með samfélagssjóði HÍ, sem er þakkað góðfúslega.

Nærmynd af lirfum auramaura

Maurafjall Attenborough á Rúv

Við vekjum athygli ykkar á frábærum heimildaþætti um maura í Júrafjöllunum á Rúv. Þátturinn er aðgengilegur til 6. apríl 2025.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/david-attenborough-maurafjallid/35226/afu3t1 Forsíða þáttar um maura á Rúv

Meira um þessa skógarmaura í grein á vef náttúrufræðisafnsins í Bern.

Christian BERNASCONI, Arnaud MAEDER, Anne FREITAG & Daniel CHERIX.  Formica paralugubris (Hymenoptera: Formicidae) in the Italian Alps
from new data and old data revisited. Myrmecologische Nachrichten 8 251 – 256 Wien, September 2006