Maurarnir verða á vísindavöku 2024, 28. september

Við komum með maurana á vísindavökuna 2024, sem verður í laugardalshöllinni 28. september n.k.

Hvísl í veröld maura: könnum dulið líf og raddir maura

Ævintýri mauranna: þeirra dulda líf og samtal

Stigið inn í dularfulla veröld mauranna, þessara litlu dýra með merkilegu samfélög og athyglisverðu leyndarmál. Maurar gegna ólíkum hlutverkum í búinu, og vinna saman við fæðuöflun og uppeldi ungviðis. Hvað segja þeir hver við annan, og hvernig? Þeir nota efnaboð til samskipta, t.d. skilja eftir sameindir til að mynda slóð að fæðuuppsprettu. Maurar mynda einnig hljóð, sem hægt verður að hlýða á. Kíkið á maurabásinn og lærið meira um líffræði og fjölbreytileika maura, þar á meðal nýjar tegundir sem borist hafa til landsins. Skoða má maurabú, og hægt verður að hlusta á hljóðin sem maurar gefa frá sér. Uppgötvaðu leyndarmál mauranna, og sjáðu þá í nýju ljósi og heyrðu þeirra nýju hljóð.