Til að auka líkurnar á að fólk viti að maurar búa hérlendis og til að hvetja fólk til að hafa samband við okkur ef það finnur maura, þá settum við upp síður á samfélagsmiðlum.
Author: Arnar Pálsson
Maurar að drekka vatn
Marco Mancini tók mynd af Lasius niger að drekka vatn. Vert er að taka eftir hvernig afturbolir mauranna þenjast út en þar geyma maurarnir vatnið.
Maurar í vesturbæ Reykjavíkur
Maurar eru ekki algengir á Íslandi, en finnast hér þó samt. Nýlegt verkefni miðar að því að kortleggja dreifingu maura á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020. Að verkefninu vinna Marco Mancini meistaranemi og Andreas Guðmundsson grunnnemi í líffræði. Leiðbeinendur Marcos eru Arnar Pálsson og Mariana Tamayo.
Myndin er af maurum í vesturbæ Reykjavíkur af tegundinni Lasius niger í vesturbæ Reykjavíkur.
Mynd tók Marco Mancini 2020 (photo copyright Marco Mancini).