Faraómaur

  • Latneskt heiti: Monomorium Pharaonis
  • Litur: Gulllitaðir
  • Drottningar: Margar
  • Stærð: 2 mm
  • Búsvæði: Inni í húsum
  • Stærð búa: 1000-2500 maurar
  • Fæða: Skordýr og sykruð fæða.
  • Líftími drottningar: <1 ár

Faraómaur á kökudiski

Faraómaurinn er nokkuð algengur á Íslandi. Hann finnst oftast í vel hituðum húsum svosem spítölum, elliheimilum og húsum með börnum. Þessi tegund hefur margar drottningar. Vinnumaurar þessarar tegundar eru aðeins 2 mm langir svo varla stærri en títuprjónshaus. Þeir eru auðþekkjanlegir af gulbrúnum lit sínum. Faraómaurar eru ekki skaðlegir mannfólki en vegna lítillar stærð sinnar geta þeir stundum komist inn í matarumbúðir og flytja þá stundum með sér sýkla.

Faraómaurar finnast víða á Íslandi. Þeir hafa oft fundist í Reykjavík, en einnig á Reykjanesi, Snæfellsnesi og á Austfjörðum.

Faraómaurar hafa margar drottningar og gerist það oft að ein drottning yfirgefur búið ásamt nokkrum vinnumaurum og stofni nýtt bú nálægt því gamla. Þetta getur valdið því að oft finnast mörg faraómaurabú í sama hverfi.

Faraómaurar hafa sérstakan eiginleika sem auðveldar þeim útbreiðslu og hefur leitt til þess að faraómaurar hafa náð fótfestu svo víða. Mismunandi bú faraómaura berjast ekki innbyrðis eins og er mjög algengt meðal annara maurategunda. Þess í stað vinna búin saman og geta þannig myndað ofurbú. Stakt faraómaurabú kann að innihalda ekki nema um 2000 maura, en ef nokkur bú vinna saman getur það búið til ofurbú með tugþúsundum maura.

Faraómaur undir smásjá