Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura

Sýning og útgáfa myndlýstrar barnabókar um íslenska maura, Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura. 

Á sýningunni skoðum við furðuverk mauraríkisins, rýnum í myndheiminn sem Laufey Jónsdóttir skapaði fyrir bókina og sjáum íslenska maura stíga á stokk í iðandi maurabúi.

Rithöfundurinn og líffræðingurinn Marco Mancini hefur rannsakað maura á Íslandi frá árinu 2019 og deilt undrum mauraheimsins í fjölmiðlum, á vefsíðunni „Maurar á Íslandi” og nú í þessari fallega myndskreyttu bók.

Þetta er önnur barnabók myndhöfundarins og grafíska hönnuðarins Laufeyjar Jónsdóttur. Fyrri bók hennar, „Milli svefns og Vöku”, hlaut tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndskreytingar og viðurkenningu frá Félagi íslenskra teiknara í flokknum myndlýsingasería.

Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura

„Leggðu af stað í hugljúft ævintýri með Maurúnu og Matta til að komast í kynni við ótrúlegan heim leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli. Taktu þátt í sérstakri vináttu þeirra sem er fyllt gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós mikil stórmerki undir fótum okkar.“

Saga og enskur texti: Marco Mancini

Teikningar og hönnun: Laufey Jónsdóttir

Íslensk þýðing: Andreas Guðmundsson Gähwiller

Sérfræðingur í kennslufræði: Caterina Poggi

Útgefandi: Bókafélagið

Styrktaraðilar: Þróunarsjóður námsgagna og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Opnunartímar sýningarinnar á HönnunarMars:

  • Mið: 18:00 – 20:00
  • Fim – Lau: 10:00 – 18:00
  • Sun: 11:00 – 18:00

Sýningin stendur frá 24. apríl til 8. maí.

https://www.honnunarmidstod.is/honnunarmars/dagskra/2024/matti-og-maurun-hulinn-heimur-islenskra-maura-59

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *