Ný maurategund fundin

Við skoðun á íbúðarhúsi í Reykjavík fannst ný maurategun. Eftir frekari rannsóknir kom í ljós að hún tilheyrir Pheidole ættkvíslinni sem inniheldur  um 1200 ólíkar tegundir. Einkennandi fyrir Pheidole mauraættkvíslina er stéttarskipting innan búa, en þau skiptast í major og minor vinnumaura. Ekki hefur enn tekist að greina nákvæma undirtegund mauranna úr íbúðarhúsinu en rannsóknin er enn í vinnslu og er mikilvægt skref í áframhaldandi rannsóknum á útbreiðslu maura um landið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *