Auramaurarnir eru fluttir í nýtt bú. Það var skorið út í stóran stein, og settur upp kastali í opna svæðið. Þar fá þeir mat og drykk. Enn á eftir að koma í ljós hvernig þeir nota svæðin, en fyrst í stað mynduðu þeir hreiður við eitt vatnsbólið. Hitapúði var settur á plexiglerið og þar mynduðust kjöraðstæður.
Fyrirhugað er að fara með búið í leikskóla í kraganum og á Vesturlandi nú í haust.