Drottning húsamaura

Húsamaurar/Klóakmaurar (Hypoponera punctatissima) eru mjög sjaldgæfir utandyra og geta yfirleitt bara lifað inni í hituðum húsum á Íslandi. Vængjaðar drottningar mauranna sverma frá desember fram í júlí og dragast þá að ljósi. Vinnumaurar þeirra sjást þó sjaldan því ólíkt öðrum maurum nærast þeir eingöngu á öðrum skordýrum en ekki sykri og hafa því enga ástæðu til þess að koma inn í íbúðir manna.