Maurar í Flensborg

Við heimsóttum nokkra bekki í Flensborgarskóla í síðustu viku.

Nemendur voru mjög áhugasamir og skemmtilegir í viðræðu, og greinilegt að nokkrir hafa góða þekkingu á maurum.

Verkefni þetta var styrkt af samfélagssjóði HÍ. Við vorum svo lánsöm að fá styrk fyrir annað verkefni af þessu tagi fyrir árið 2025. Þá verður farið með maurabú í leikskóla í kraganum í kringum höfuðborgina. Meira um það síðar.