Maurar eru ekki algengir á Íslandi, en finnast hér þó samt. Nýlegt verkefni miðar að því að kortleggja dreifingu maura á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020. Að verkefninu vinna Marco Mancini meistaranemi og Andreas Guðmundsson grunnnemi í líffræði. Leiðbeinendur Marcos eru Arnar Pálsson og Mariana Tamayo.
Myndin er af maurum í vesturbæ Reykjavíkur af tegundinni Lasius niger í vesturbæ Reykjavíkur.
Mynd tók Marco Mancini 2020 (photo copyright Marco Mancini).