Fjallað var um rannsókn okkar á eldmaurum í fréttum í sumar. Þar sagði m.a.
… Meindýraeyðir Íslands lét vita þegar hann fann eldmaurabú og ráðist var í að ná lifandi maurum í stað þess að útrýma þeim öllum á staðnum – eins og oftast er gert.
Andreas Guðmundsson B.Sc.-nemi í líffræði, segir mjög spennandi að fá lifandi bú. „Líka inn á tilraunastofu því þá getum við séð hverju þeir nærast á og hvernig þeir hegða sér. Þannig að það var svolítið mikilvægt fyrir okkur að geta fengið svona bú. Það var í rauninni ekkert svo flókið. Við tókum stóra poka og hlóðum mold upp úr búinu í þá og eyddum nokkrum dögum í að tína út maurana, sem að var mjög spennandi því að allir maurarnir geta jú bitið og stungið,“ segir Andreas.