Mikilvægt að fyrirbyggja fjölgun eldmaura

Fjallað var um rannsókn okkar á eldmaurum í fréttum í sumar.  Þar sagði m.a.

Eldmaurar hafa numið land á Íslandi. Ekki er vitað til þess að þeir hafi dreift sér en þó hafa tvö bú fundist í garði í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að rannsaka maurana og er lögð áhersla á að fólk láti vita, finni það bú, en eyði þeim ekki í kyrrþey. Greint var frá þessu í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, tímariti Náttúruminjasafns Íslands og hins Íslenska Náttúrufræðifélags.

… Meindýraeyðir Íslands lét vita þegar hann fann eldmaurabú og ráðist var í að ná lifandi maurum  í stað þess að útrýma þeim öllum á staðnum – eins og  oftast er gert.

Andreas Guðmundsson B.Sc.-nemi í líffræði, segir mjög spennandi að fá lifandi bú. „Líka inn á tilraunastofu því þá getum við séð hverju þeir nærast á og hvernig þeir hegða sér. Þannig að það var svolítið mikilvægt fyrir okkur að geta fengið svona bú. Það var í rauninni ekkert svo flókið. Við tókum stóra poka og hlóðum mold upp úr búinu í þá og eyddum nokkrum dögum í að tína út maurana, sem að var mjög spennandi því að allir maurarnir geta jú bitið og stungið,“ segir Andreas.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *