Meira af vísindavef

Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur…

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. „Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2021. Sótt 13. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47708.

Vinnumaur ber púpu úr búi

Mikla umferð er oft að finna við innganga maurabúa á hlýjum sumardögum.

Vinnumaurar æða inn og út úr búinu, leitandi að mat sem þeir svo bera tilbaka í búið í kjálkum sínum.

Við lok myndbandsins má einnig sjá vinnumaur bera púpu út úr búinu. Margar Lasius tegundir hafa þann eiginleika að getaverið með fleiri en eitt bú þrátt fyrir að hafa aðeins staka drottningu. Líklegt er að þessi vinnumaur sé að bera púpuna frá einu búi í annað.

Maurar í vesturbæ Reykjavíkur

Maurar eru ekki algengir á Íslandi, en finnast hér þó samt. Nýlegt verkefni miðar að því að kortleggja dreifingu maura á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020. Að verkefninu vinna Marco Mancini meistaranemi og Andreas Guðmundsson grunnnemi í líffræði. Leiðbeinendur Marcos eru Arnar Pálsson og Mariana Tamayo.

Myndin er af maurum í vesturbæ Reykjavíkur af tegundinni Lasius niger í vesturbæ Reykjavíkur.

Mynd tók Marco Mancini 2020 (photo copyright Marco Mancini).