Í samfélagsverkefni sem HÍ styrkti fórum við í nokkra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og halda mauradaga á opnum vettvangi. Hluti af þessu er að tala við fjölmiðla um maura og líffræðilega fjölbreytni. María á Samstöðinni ræddi við tvo okkar í gær, og má sjá myndband af viðtalinu á youtube.
Við ræddum meðal annars evrópska eldmaura, sem fundust hér sumarið 2021.