Vísindavefspistlar

Í fyrra skrifuðum við nokkra pistla fyrir vísindavefinn um maura.

Sá fyrsti hét: „Hafa maurar numið land á Íslandi?

Þar segir m.a.

“Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið byggðist jókst flutningur dýra og annarra lífvera hingað, sérstaklega á síðustu öld. Það á einnig við um framandi tegundir eins og maura.

Samkvæmt skrám Náttúrufræðisafns Íslands fannst fyrsta maurabúið á Íslandi árið 1938. Það var stakt bú blökkumaura (Lasius niger). Næsta maurabú fannst árið 1977 og tilheyrði húsamaurum (Hypoponera punctatissima). Frá því hafa bú uppgötvast árlega (1. mynd). Fjölgunin stafar líklega af auknum innflutningi plantna og annars varnings, en talið er að maurar geti borist milli landa á marga vegu: í ferðatöskum, á fatnaði, með póstsendingum, með sendingum plantna, timburs og matvæla og án efa á margan annan hátt. Einnig er viðbúið að maurar sem komnir voru til landsins hafi náð að fjölga sér.”

Vísindavefurinn, 7. júlí 2021. Sótt 2. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=48555.