Rauðir eldmaurar

Í fyrra birtum við greinarkorn um eldmaura á vísindavefnum.

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hvað eru rauðir eldmaurar?Vísindavefurinn, 22. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=84777.

„Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk óttast hvað mest, samanber ýmsar bókmenntir og kvikmyndir á borð við Legion of Fire: Killer Ants! og Fire Ants: The Invincible Army.[1]

Nokkrar tegundir maura ganga undir nafninu eldmaurar, meðal annars svartir eða rauðir eldmaurar. Einnig má nefna hina svokölluðu evrópsku eldmaura (Myrmica rubra) sem hafa fundist hérlendis eins og fjallað er um í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi? Hér verður hins vegar fjallað sérstaklega um rauða eldmaurinn (Solenopsis invicta) sem er mjög skæður, meðal annars vegna þess að tegundin hefur dreifst frá upprunalegum heimkynnum sínum til annarra landa þar sem hann telst vera ágeng tegund.“

Evrópskir eldmaurar á vísindavefnum

Við skrifuðum í fyrra færslu um evrópska eldmaura fyrir vísindavefinn.

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?Vísindavefurinn, 15. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=12687

„Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina með mönnum. Fyrir rúmri öld barst hún til austurstrandar Norður-Ameríku og dreifðist þaðan um meginlandið.[2] Myrmica rubra er ágeng tegund og vegna árásargirni og hversu fjölbreytta fæðu einstaklingar hennar geta nýtt er hún talin ógnun við líffræðilegan breytileika þar sem hún hefur numið land.[3][4] Evrópskir eldmaurar hafa leitt til fækkunar annarra skordýra í Bandaríkjunum[5], og vitað er að þeir hafa aukið dánartíðni mávaunga í hreiðrum.[6] Maurar af tegundinni Myrmica rubra eru með brodd sem gerir þeim kleift að særa dýr, þar á meðal menn.“

Ljósi varpað á lúsmý og ávaxtaflugur

Fjallað var um rannsókn okkar á

Klakgildrur sem notaðar voru til að leita að uppsprettum lúsmýsins

.

Þar sagði m.a.

„Tilvist agnarsmáu mýflugunnar lúsmýs hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hér á landi seinustu ár. Þessar fíngerðu og illa sýnilegu flugur safnast margar saman á húð spendýra til að sjúga úr þeim blóð, eins og mörg hafa eflaust reynt á eigin skinni. „Lúsmý barst hingað fyrir um 10 árum að því talið er en margt er á huldu um líffræði þess,“ segir Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur í sumar ásamt samstarfsfólki rannsakað útbreiðslu og greint erfðaefni þessa ágenga gests og einnig ávaxtaflugna sem mörg þekkja eflaust úr ávaxtaskálum á heimilum fólks. Áherslan er m.a. að kortleggja dreifingu þessara tegunda á höfuðborgarsvæðinu og framvindu þeirra yfir sumarið.

Þrír BS-nemar í líffræði við Háskóla Íslands koma að verkefninu, þau Guðfinna Dís Sveinsdóttir, Nína Guðrún Baldursdóttir og Rafn Sigurðsson, en rannsóknin er að hluta styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sem gefur háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Auk þeirra hefur Andreas Gaehwiller Guðmundsson hjálpað til við verkefnið.“

og einnig af lúsmýi

Nýsköpunarsjóður námsmanna gerir fjórum líffræðinemar og BS líffræðingar kleift að verkefnum um skordýr á Íslandi við Líffræðistofu Háskóla Íslands í sumar.

Maurarannsóknir eru aðalviðfangsefni þessa vefs, en nú er kastljósinu beint að lúsmýi og ávaxtaflugum. Það eru nýlegir landnemar hérlendis. Lúsmýið er alræmt fyrir bit og almenn leiðindi, en ávaxtaflugur eru dýrkaðar og dáðar vegna fegurðar sinnar og fengileika. Sumir eru reyndar smeykir við ávaxtaflugur, en þær bíta ekki fólk, bera ekki sjúkdóma og verða bara til ama ef þær verpa í bananann sem við gleymdum undir ískápnum.

Í lúsmý verkefninu er ætlunin að kanna hvenær sumarsins þær koma fram, hvort um sé að ræða einn eða tvo toppa klaksins, hvaða búsvæðum flugurnar klekjast helst úr og hver dreifing þeirra á landsvísu er. Beitt verður aðferðum skordýrafræði og stofnerfðafræði. Hér er mynd af klakgildrum.

Maurar í heimsókn í MR

Við fórum í heimsókn í MR með maurabú og stutta kynningu.

Sumar tegundir maura eru ágengar tegundir og hafa mikil áhrif á búsvæði þar sem þeir nema land. Maurar eru einnig félagsskordýr, og sýna margar forvitnilega eiginleika eins og fórnfýsi, verkaskiptingu og ólíkt atferli eftir tegundum og gerðum innan búsins.

Nemendurnir og kennarar tóku okkur mjög vel og voru tímarnir hinir fjörugustu.

Á myndinni sést bú auramaura (penny ants) sem næra sig í litlum hliðarklefum. Marco er að reyna að kenna þeim hvar er hægt að finna sykurvatn og hvar er skinku að vænta.

Þetta var prufukeyrsla á verkefni fyrir samfélagssjóð HÍ, sem við fengum reyndar ekki styrk í þetta árið (e.t.v. á næsta ári).

Lirfustig maura

Þegar lirfustig maura er skoðað virðist það mjög frábrugðið lirfustigum annarra skordýra, t.d. fiðrilda eða flugna, en líkt og aðrar tegundir þurfa þessar lirfur að borða til þess að geta stækkað. Vinnumaurar sjá um að mata lirfurnar með prótínum sem lirfurnar þurfa til þess að mynda líkama sína. Oft leggja vinnumaurarnir fæðubúta beint að kjálkungum lirfanna sem geta sjálfar borðað. Á fyrstu myndinni má sjá lirfu húsamaurs (H. ergatandria) narta í stökkmor en á síðari myndinni lirfu auramaura (T. bicarinatum) narta í bita úr bananaflugu. Ef vel er að gáð má sjá drottningu auramaura á síðari myndinni.

Ant larvae are not exactly motionless white worm-like critters that just wait to develop into pupae first and adult ants then, but they must be fed by ant workers. Larvae primarily need proteins, nutrients crucial for body formation, and they eat constantly. Workers often pre-digest these feeds and then regurgitate them into the larvae. It also happens that microinvertebrates (or parts of prey) are put in between larvae’s mandibles. Here you can see a larva of Hypoponera ergatandria holding a springtail (photo 1) and one of Tetramorium bicarinatum chewing a piece of Drosophila sp. (photo 2, with a queen on the right).

Húsamaurar á hversvæðum

Húsamaurinn, Hypoponera ergatandria er nokkuð algengur í hituðum byggingum höfuðborgarsvæðisins. Tegundin er vel þekkt meðal ágengra maurategunda víða um heim. Tegundin þrífst best í heitu og röku umhverfi og eru bú því algeng við gamlar hitaveitulagnir. Nýlega fannst þó stakt bú utandyra í heitri jörð á norðurlandi. Þessi uppgötvun vekur margar nýjar spurningar sem spennandi verður að rannsaka á komandi árum.

Hypoponera ergatandria ants are relatively common inside continuously heated buildings in Reykjavík and the surrounding towns, and it is a well-known, widespread, invasive species. It need high temperatures and high humidity levels in order to thrive, and the conditions it can find indoors in Iceland are extremely favorable. However, a colony of ~150 workers was recently found in the North of Iceland in a soaked patch of geothermally-heated ground. This discovery broadens our research horizons to more exciting future investigations.

Mikilvægt að fyrirbyggja fjölgun eldmaura

Fjallað var um rannsókn okkar á eldmaurum í fréttum í sumar.  Þar sagði m.a.

Eldmaurar hafa numið land á Íslandi. Ekki er vitað til þess að þeir hafi dreift sér en þó hafa tvö bú fundist í garði í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að rannsaka maurana og er lögð áhersla á að fólk láti vita, finni það bú, en eyði þeim ekki í kyrrþey. Greint var frá þessu í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, tímariti Náttúruminjasafns Íslands og hins Íslenska Náttúrufræðifélags.

… Meindýraeyðir Íslands lét vita þegar hann fann eldmaurabú og ráðist var í að ná lifandi maurum  í stað þess að útrýma þeim öllum á staðnum – eins og  oftast er gert.

Andreas Guðmundsson B.Sc.-nemi í líffræði, segir mjög spennandi að fá lifandi bú. „Líka inn á tilraunastofu því þá getum við séð hverju þeir nærast á og hvernig þeir hegða sér. Þannig að það var svolítið mikilvægt fyrir okkur að geta fengið svona bú. Það var í rauninni ekkert svo flókið. Við tókum stóra poka og hlóðum mold upp úr búinu í þá og eyddum nokkrum dögum í að tína út maurana, sem að var mjög spennandi því að allir maurarnir geta jú bitið og stungið,“ segir Andreas.