Í maurabúum finnst mikil verkaskipting. Yngstu maurarnir sjá alfarið um umhyggju ungviðis og yfirgefa búið sjaldan. Nokkrum vikum síðar taka þeir við störfum sem verðir við innganga búsins og passa þar að engir afræningjar brjótist inn eða vinna að viðgerðum og nýbyggingum innan búsins. Elstu maurarnir fá loks hættulegustu vinnuna sem felst í því að safna fæðu og vatni fyrir utan búið. Hér sjást draugamaurar (Tapinoma melanocephalum) við vatnssöfnun. Vatnið geima þeir í afturbol sínum og er hægt að sjá út frá stærð hans, hversu mikið vatn maurarnir hafa tekið upp.
Mynd: Marco Mancini





Hypoponera ergatandria ants are relatively common inside continuously heated buildings in Reykjavík and the surrounding towns, and it is a well-known, widespread, invasive species. It need high temperatures and high humidity levels in order to thrive, and the conditions it can find indoors in Iceland are extremely favorable. However, a colony of ~150 workers was recently found in the North of Iceland in a soaked patch of geothermally-heated ground. This discovery broadens our research horizons to more exciting future investigations.



