Verkaskipting maura

Í maurabúum finnst mikil verkaskipting. Yngstu maurarnir sjá alfarið um umhyggju ungviðis og yfirgefa búið sjaldan. Nokkrum vikum síðar taka þeir við störfum sem verðir við innganga búsins og passa þar að engir afræningjar brjótist inn eða vinna að viðgerðum og nýbyggingum innan búsins. Elstu maurarnir fá loks hættulegustu vinnuna sem felst í því að safna fæðu og vatni fyrir utan búið. Hér sjást draugamaurar (Tapinoma melanocephalum) við vatnssöfnun. Vatnið geima þeir í afturbol sínum og er hægt að sjá út frá stærð hans, hversu mikið vatn maurarnir hafa tekið upp.

Mynd: Marco Mancini

Húsamaurar á hversvæðum

Húsamaurinn, Hypoponera ergatandria er nokkuð algengur í hituðum byggingum höfuðborgarsvæðisins. Tegundin er vel þekkt meðal ágengra maurategunda víða um heim. Tegundin þrífst best í heitu og röku umhverfi og eru bú því algeng við gamlar hitaveitulagnir. Nýlega fannst þó stakt bú utandyra í heitri jörð á norðurlandi. Þessi uppgötvun vekur margar nýjar spurningar sem spennandi verður að rannsaka á komandi árum.

Hypoponera ergatandria ants are relatively common inside continuously heated buildings in Reykjavík and the surrounding towns, and it is a well-known, widespread, invasive species. It need high temperatures and high humidity levels in order to thrive, and the conditions it can find indoors in Iceland are extremely favorable. However, a colony of ~150 workers was recently found in the North of Iceland in a soaked patch of geothermally-heated ground. This discovery broadens our research horizons to more exciting future investigations.

Meira af vísindavef

Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur…

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. „Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2021. Sótt 13. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47708.

Mauradrottning verpir eggi

Vinnumaurar hafa mörg mismunandi hlutverk innan búsins, dæmi um þessi margbreytilegu störf eru til dæmis að næra drottninguna, hreynsa til, annast egg og púpur og að verja búið frá óvinum. Yfirleitt eru það yngstu vinnumaurarnir sem sjá um stærf innan búsins og eldri maurarnir sem sjáum störf utan þess, þar sem þau eru mun hættulegri. Í þessu myndskeiði má sjá ungan vinnumaur hjálpa drottningunni sinni við að verpa eggi, en eggið verður fljótt borið yfir í eggjahrúgu sem er í umsjá annars maurs.

Húsamaura vinnumaur

Vinnumaurar húsamaura (Hypoponera punctatissima) lifa mjög duldu lífi og sjást því sjaldan. Þeir lifa yfirleitt bara neðanjarðar (eða inni í veggjum húsa), og finna alla næringu sem þeir þurfa þar. Það vildi svo heppilega til að við rákumst á vinnumaur (til vinstri) og drottningu (til hægri) að skiptast á upplýsingum og líklega næringu líka. Eitt mikilvægt hlutverk vinnumaura er að mata drottningarnar sínar.

Veisla fyrir draugamaura

Vinnumaurar draugamaura (tapinoma melanocephalum) nærast aðallega á kolvetnum. Sérstaklega finnst þeim hunangsdögg, sem blaðlýs gefa frá sér, frábær. Í raun geta maurar lifað af nokkuð vel ef þeim er eingöngu gefið hlynsírópi eða sykurvatn. Þrátt fyrir þetta þarf ungviðið ásamt drottningunum prótín, annarsvegar til vaxtar og hinsvegar fyrir eggja varp. Hér sjást vinnumaurar úr stóra draugamaurabúinu okkar étandi konungs mjölorm (Zophobas morio). Undanfarið hafa drottningar búsins verið duglegar við eggjavarp og þessvegna þarf búið nú mikið af prótínum.