Mauradrottning verpir eggi

Vinnumaurar hafa mörg mismunandi hlutverk innan búsins, dæmi um þessi margbreytilegu störf eru til dæmis að næra drottninguna, hreynsa til, annast egg og púpur og að verja búið frá óvinum. Yfirleitt eru það yngstu vinnumaurarnir sem sjá um stærf innan búsins og eldri maurarnir sem sjáum störf utan þess, þar sem þau eru mun hættulegri. Í þessu myndskeiði má sjá ungan vinnumaur hjálpa drottningunni sinni við að verpa eggi, en eggið verður fljótt borið yfir í eggjahrúgu sem er í umsjá annars maurs.

Húsamaura vinnumaur

Vinnumaurar húsamaura (Hypoponera punctatissima) lifa mjög duldu lífi og sjást því sjaldan. Þeir lifa yfirleitt bara neðanjarðar (eða inni í veggjum húsa), og finna alla næringu sem þeir þurfa þar. Það vildi svo heppilega til að við rákumst á vinnumaur (til vinstri) og drottningu (til hægri) að skiptast á upplýsingum og líklega næringu líka. Eitt mikilvægt hlutverk vinnumaura er að mata drottningarnar sínar.

Veisla fyrir draugamaura

Vinnumaurar draugamaura (tapinoma melanocephalum) nærast aðallega á kolvetnum. Sérstaklega finnst þeim hunangsdögg, sem blaðlýs gefa frá sér, frábær. Í raun geta maurar lifað af nokkuð vel ef þeim er eingöngu gefið hlynsírópi eða sykurvatn. Þrátt fyrir þetta þarf ungviðið ásamt drottningunum prótín, annarsvegar til vaxtar og hinsvegar fyrir eggja varp. Hér sjást vinnumaurar úr stóra draugamaurabúinu okkar étandi konungs mjölorm (Zophobas morio). Undanfarið hafa drottningar búsins verið duglegar við eggjavarp og þessvegna þarf búið nú mikið af prótínum.

Drottning húsamaura

Húsamaurar/Klóakmaurar (Hypoponera punctatissima) eru mjög sjaldgæfir utandyra og geta yfirleitt bara lifað inni í hituðum húsum á Íslandi. Vængjaðar drottningar mauranna sverma frá desember fram í júlí og dragast þá að ljósi. Vinnumaurar þeirra sjást þó sjaldan því ólíkt öðrum maurum nærast þeir eingöngu á öðrum skordýrum en ekki sykri og hafa því enga ástæðu til þess að koma inn í íbúðir manna.

Maurar Íslands á facebook, twitter, youtube og instagram

Til að auka líkurnar á að fólk viti að maurar búa hérlendis og til að hvetja fólk til að hafa samband við okkur ef það finnur maura, þá settum við upp síður á samfélagsmiðlum.

Maurar Íslands á Facebook.

Maurar Íslands á Youtube.

Maurar Íslands á Instagram.

Maurar Íslands á twitter.

Vinnumaur ber púpu úr búi

Mikla umferð er oft að finna við innganga maurabúa á hlýjum sumardögum.

Vinnumaurar æða inn og út úr búinu, leitandi að mat sem þeir svo bera tilbaka í búið í kjálkum sínum.

Við lok myndbandsins má einnig sjá vinnumaur bera púpu út úr búinu. Margar Lasius tegundir hafa þann eiginleika að getaverið með fleiri en eitt bú þrátt fyrir að hafa aðeins staka drottningu. Líklegt er að þessi vinnumaur sé að bera púpuna frá einu búi í annað.