Húsamaurar/Klóakmaurar (Hypoponera punctatissima) eru mjög sjaldgæfir utandyra og geta yfirleitt bara lifað inni í hituðum húsum á Íslandi. Vængjaðar drottningar mauranna sverma frá desember fram í júlí og dragast þá að ljósi. Vinnumaurar þeirra sjást þó sjaldan því ólíkt öðrum maurum nærast þeir eingöngu á öðrum skordýrum en ekki sykri og hafa því enga ástæðu til þess að koma inn í íbúðir manna.
Category: Maurar
Lífsferill blökkumaura
Lífsferill maura (Lasius sp.) – 1. Eggjahrúga; 2. 3. 4. Lirfur á mismunandi þroskunarstigum; 5. púpa sem hefur spunnið um sig egghýði úr silki (sumar tegundir þroskast þó án egghýða); 6. Fullorðinn maur
Faraómaur á kökudiski
Faraómaur (Monomorium pharaonis) eftir að hafa étið mylsnur súkkulaði bakkelsis. Faraómaurar eru alætur og nærast á fjölbreyttum tegundum fita, prótína og sykra. Þar sem þeir veiða líka lítil skordýr voru maurarnir notaðir, með mikilli velgengni, í maí 1931 til þess að útrýma mítlum (bedbugs) út breskum herbúðum.
Maurar Íslands á facebook, twitter, youtube og instagram
Til að auka líkurnar á að fólk viti að maurar búa hérlendis og til að hvetja fólk til að hafa samband við okkur ef það finnur maura, þá settum við upp síður á samfélagsmiðlum.
Vinnumaur ber púpu úr búi
Mikla umferð er oft að finna við innganga maurabúa á hlýjum sumardögum.
Vinnumaurar æða inn og út úr búinu, leitandi að mat sem þeir svo bera tilbaka í búið í kjálkum sínum.
Við lok myndbandsins má einnig sjá vinnumaur bera púpu út úr búinu. Margar Lasius tegundir hafa þann eiginleika að getaverið með fleiri en eitt bú þrátt fyrir að hafa aðeins staka drottningu. Líklegt er að þessi vinnumaur sé að bera púpuna frá einu búi í annað.
Maurar að drekka vatn
Marco Mancini tók mynd af Lasius niger að drekka vatn. Vert er að taka eftir hvernig afturbolir mauranna þenjast út en þar geyma maurarnir vatnið.
Maurar í vesturbæ Reykjavíkur
Maurar eru ekki algengir á Íslandi, en finnast hér þó samt. Nýlegt verkefni miðar að því að kortleggja dreifingu maura á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020. Að verkefninu vinna Marco Mancini meistaranemi og Andreas Guðmundsson grunnnemi í líffræði. Leiðbeinendur Marcos eru Arnar Pálsson og Mariana Tamayo.
Myndin er af maurum í vesturbæ Reykjavíkur af tegundinni Lasius niger í vesturbæ Reykjavíkur.
Mynd tók Marco Mancini 2020 (photo copyright Marco Mancini).