Maurar í heimsókn í MR

Við fórum í heimsókn í MR með maurabú og stutta kynningu.

Sumar tegundir maura eru ágengar tegundir og hafa mikil áhrif á búsvæði þar sem þeir nema land. Maurar eru einnig félagsskordýr, og sýna margar forvitnilega eiginleika eins og fórnfýsi, verkaskiptingu og ólíkt atferli eftir tegundum og gerðum innan búsins.

Nemendurnir og kennarar tóku okkur mjög vel og voru tímarnir hinir fjörugustu.

Á myndinni sést bú auramaura (penny ants) sem næra sig í litlum hliðarklefum. Marco er að reyna að kenna þeim hvar er hægt að finna sykurvatn og hvar er skinku að vænta.

Þetta var prufukeyrsla á verkefni fyrir samfélagssjóð HÍ, sem við fengum reyndar ekki styrk í þetta árið (e.t.v. á næsta ári).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *