Maurar í heimsókn í MR

Við fórum í heimsókn í MR með maurabú og stutta kynningu.

Sumar tegundir maura eru ágengar tegundir og hafa mikil áhrif á búsvæði þar sem þeir nema land. Maurar eru einnig félagsskordýr, og sýna margar forvitnilega eiginleika eins og fórnfýsi, verkaskiptingu og ólíkt atferli eftir tegundum og gerðum innan búsins.

Nemendurnir og kennarar tóku okkur mjög vel og voru tímarnir hinir fjörugustu.

Á myndinni sést bú auramaura (penny ants) sem næra sig í litlum hliðarklefum. Marco er að reyna að kenna þeim hvar er hægt að finna sykurvatn og hvar er skinku að vænta.

Þetta var prufukeyrsla á verkefni fyrir samfélagssjóð HÍ, sem við fengum reyndar ekki styrk í þetta árið (e.t.v. á næsta ári).

Lirfustig maura

Þegar lirfustig maura er skoðað virðist það mjög frábrugðið lirfustigum annarra skordýra, t.d. fiðrilda eða flugna, en líkt og aðrar tegundir þurfa þessar lirfur að borða til þess að geta stækkað. Vinnumaurar sjá um að mata lirfurnar með prótínum sem lirfurnar þurfa til þess að mynda líkama sína. Oft leggja vinnumaurarnir fæðubúta beint að kjálkungum lirfanna sem geta sjálfar borðað. Á fyrstu myndinni má sjá lirfu húsamaurs (H. ergatandria) narta í stökkmor en á síðari myndinni lirfu auramaura (T. bicarinatum) narta í bita úr bananaflugu. Ef vel er að gáð má sjá drottningu auramaura á síðari myndinni.

Ant larvae are not exactly motionless white worm-like critters that just wait to develop into pupae first and adult ants then, but they must be fed by ant workers. Larvae primarily need proteins, nutrients crucial for body formation, and they eat constantly. Workers often pre-digest these feeds and then regurgitate them into the larvae. It also happens that microinvertebrates (or parts of prey) are put in between larvae’s mandibles. Here you can see a larva of Hypoponera ergatandria holding a springtail (photo 1) and one of Tetramorium bicarinatum chewing a piece of Drosophila sp. (photo 2, with a queen on the right).