Mauragengið vann með vísindavöku Rannís, sérstaklega vísindakakó genginu, og hélt mauradag í bókasafni Úlfarsárdals.
Fleiri viðburðir af þessu tagi verða í vetur, sjá vef Rannís.
Mauragengið vann með vísindavöku Rannís, sérstaklega vísindakakó genginu, og hélt mauradag í bókasafni Úlfarsárdals.
Fleiri viðburðir af þessu tagi verða í vetur, sjá vef Rannís.
Við komum með maurana á vísindavökuna 2024, sem verður í laugardalshöllinni 28. september n.k.
Hvísl í veröld maura: könnum dulið líf og raddir maura
Ævintýri mauranna: þeirra dulda líf og samtal
Stigið inn í dularfulla veröld mauranna, þessara litlu dýra með merkilegu samfélög og athyglisverðu leyndarmál. Maurar gegna ólíkum hlutverkum í búinu, og vinna saman við fæðuöflun og uppeldi ungviðis. Hvað segja þeir hver við annan, og hvernig? Þeir nota efnaboð til samskipta, t.d. skilja eftir sameindir til að mynda slóð að fæðuuppsprettu. Maurar mynda einnig hljóð, sem hægt verður að hlýða á. Kíkið á maurabásinn og lærið meira um líffræði og fjölbreytileika maura, þar á meðal nýjar tegundir sem borist hafa til landsins. Skoða má maurabú, og hægt verður að hlusta á hljóðin sem maurar gefa frá sér. Uppgötvaðu leyndarmál mauranna, og sjáðu þá í nýju ljósi og heyrðu þeirra nýju hljóð.
Í sumar gekk einn úr mauragenginu í gegnum danskan skóg. Þegar spýtu var lyft kom bú í ljós. Allt fór á fleygiferð, maurar hlupu til við að bjarga lirfum og eggjum.
Ekki er búið að greina þessa maura til tegundar.
Sýning og útgáfa myndlýstrar barnabókar um íslenska maura, Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura.
Á sýningunni skoðum við furðuverk mauraríkisins, rýnum í myndheiminn sem Laufey Jónsdóttir skapaði fyrir bókina og sjáum íslenska maura stíga á stokk í iðandi maurabúi.
Rithöfundurinn og líffræðingurinn Marco Mancini hefur rannsakað maura á Íslandi frá árinu 2019 og deilt undrum mauraheimsins í fjölmiðlum, á vefsíðunni „Maurar á Íslandi” og nú í þessari fallega myndskreyttu bók.
Þetta er önnur barnabók myndhöfundarins og grafíska hönnuðarins Laufeyjar Jónsdóttur. Fyrri bók hennar, „Milli svefns og Vöku”, hlaut tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndskreytingar og viðurkenningu frá Félagi íslenskra teiknara í flokknum myndlýsingasería.
Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura
„Leggðu af stað í hugljúft ævintýri með Maurúnu og Matta til að komast í kynni við ótrúlegan heim leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli. Taktu þátt í sérstakri vináttu þeirra sem er fyllt gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós mikil stórmerki undir fótum okkar.“
Saga og enskur texti: Marco Mancini
Teikningar og hönnun: Laufey Jónsdóttir
Íslensk þýðing: Andreas Guðmundsson Gähwiller
Sérfræðingur í kennslufræði: Caterina Poggi
Útgefandi: Bókafélagið
Styrktaraðilar: Þróunarsjóður námsgagna og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Opnunartímar sýningarinnar á HönnunarMars:
Sýningin stendur frá 24. apríl til 8. maí.
Við skrifuðum í fyrra færslu um evrópska eldmaura fyrir vísindavefinn.
Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=12687
„Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina með mönnum. Fyrir rúmri öld barst hún til austurstrandar Norður-Ameríku og dreifðist þaðan um meginlandið.[2] Myrmica rubra er ágeng tegund og vegna árásargirni og hversu fjölbreytta fæðu einstaklingar hennar geta nýtt er hún talin ógnun við líffræðilegan breytileika þar sem hún hefur numið land.[3][4] Evrópskir eldmaurar hafa leitt til fækkunar annarra skordýra í Bandaríkjunum[5], og vitað er að þeir hafa aukið dánartíðni mávaunga í hreiðrum.[6] Maurar af tegundinni Myrmica rubra eru með brodd sem gerir þeim kleift að særa dýr, þar á meðal menn.“
Í maurabúum finnst mikil verkaskipting. Yngstu maurarnir sjá alfarið um umhyggju ungviðis og yfirgefa búið sjaldan. Nokkrum vikum síðar taka þeir við störfum sem verðir við innganga búsins og passa þar að engir afræningjar brjótist inn eða vinna að viðgerðum og nýbyggingum innan búsins. Elstu maurarnir fá loks hættulegustu vinnuna sem felst í því að safna fæðu og vatni fyrir utan búið. Hér sjást draugamaurar (Tapinoma melanocephalum) við vatnssöfnun. Vatnið geima þeir í afturbol sínum og er hægt að sjá út frá stærð hans, hversu mikið vatn maurarnir hafa tekið upp.
Mynd: Marco Mancini
Frétt um rannsóknir á maurum var rædd í viku ársins hjá Rúv (Gísli Marteinn með umsjón). Grétar Sveinn Theodórsson tók málið upp, en aðrir í setti voru Bergsteinn Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir.
Ofurmaurabúið var auðvitað oftúlkun á tilgátu sem við höfum ekki náð að sannreyna almennilega.
Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur…
Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. „Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2021. Sótt 13. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47708.
Maurunum og Marco brá fyrir í landanum sunnudagskvöldið 11 apríl.