Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura

Sýning og útgáfa myndlýstrar barnabókar um íslenska maura, Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura. 

Á sýningunni skoðum við furðuverk mauraríkisins, rýnum í myndheiminn sem Laufey Jónsdóttir skapaði fyrir bókina og sjáum íslenska maura stíga á stokk í iðandi maurabúi.

Rithöfundurinn og líffræðingurinn Marco Mancini hefur rannsakað maura á Íslandi frá árinu 2019 og deilt undrum mauraheimsins í fjölmiðlum, á vefsíðunni „Maurar á Íslandi” og nú í þessari fallega myndskreyttu bók.

Þetta er önnur barnabók myndhöfundarins og grafíska hönnuðarins Laufeyjar Jónsdóttur. Fyrri bók hennar, „Milli svefns og Vöku”, hlaut tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir myndskreytingar og viðurkenningu frá Félagi íslenskra teiknara í flokknum myndlýsingasería.

Matti og Maurún – Hulinn heimur íslenskra maura

„Leggðu af stað í hugljúft ævintýri með Maurúnu og Matta til að komast í kynni við ótrúlegan heim leynilegrar mauranýlendu á íslenskum leikskólavelli. Taktu þátt í sérstakri vináttu þeirra sem er fyllt gleði, forvitni og sögum sem leiða í ljós mikil stórmerki undir fótum okkar.“

Saga og enskur texti: Marco Mancini

Teikningar og hönnun: Laufey Jónsdóttir

Íslensk þýðing: Andreas Guðmundsson Gähwiller

Sérfræðingur í kennslufræði: Caterina Poggi

Útgefandi: Bókafélagið

Styrktaraðilar: Þróunarsjóður námsgagna og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Opnunartímar sýningarinnar á HönnunarMars:

  • Mið: 18:00 – 20:00
  • Fim – Lau: 10:00 – 18:00
  • Sun: 11:00 – 18:00

Sýningin stendur frá 24. apríl til 8. maí.

https://www.honnunarmidstod.is/honnunarmars/dagskra/2024/matti-og-maurun-hulinn-heimur-islenskra-maura-59

Verkaskipting maura

Í maurabúum finnst mikil verkaskipting. Yngstu maurarnir sjá alfarið um umhyggju ungviðis og yfirgefa búið sjaldan. Nokkrum vikum síðar taka þeir við störfum sem verðir við innganga búsins og passa þar að engir afræningjar brjótist inn eða vinna að viðgerðum og nýbyggingum innan búsins. Elstu maurarnir fá loks hættulegustu vinnuna sem felst í því að safna fæðu og vatni fyrir utan búið. Hér sjást draugamaurar (Tapinoma melanocephalum) við vatnssöfnun. Vatnið geima þeir í afturbol sínum og er hægt að sjá út frá stærð hans, hversu mikið vatn maurarnir hafa tekið upp.

Mynd: Marco Mancini

Maurar í heimsókn í MR

Við fórum í heimsókn í MR með maurabú og stutta kynningu.

Sumar tegundir maura eru ágengar tegundir og hafa mikil áhrif á búsvæði þar sem þeir nema land. Maurar eru einnig félagsskordýr, og sýna margar forvitnilega eiginleika eins og fórnfýsi, verkaskiptingu og ólíkt atferli eftir tegundum og gerðum innan búsins.

Nemendurnir og kennarar tóku okkur mjög vel og voru tímarnir hinir fjörugustu.

Á myndinni sést bú auramaura (penny ants) sem næra sig í litlum hliðarklefum. Marco er að reyna að kenna þeim hvar er hægt að finna sykurvatn og hvar er skinku að vænta.

Þetta var prufukeyrsla á verkefni fyrir samfélagssjóð HÍ, sem við fengum reyndar ekki styrk í þetta árið (e.t.v. á næsta ári).

Lirfustig maura

Þegar lirfustig maura er skoðað virðist það mjög frábrugðið lirfustigum annarra skordýra, t.d. fiðrilda eða flugna, en líkt og aðrar tegundir þurfa þessar lirfur að borða til þess að geta stækkað. Vinnumaurar sjá um að mata lirfurnar með prótínum sem lirfurnar þurfa til þess að mynda líkama sína. Oft leggja vinnumaurarnir fæðubúta beint að kjálkungum lirfanna sem geta sjálfar borðað. Á fyrstu myndinni má sjá lirfu húsamaurs (H. ergatandria) narta í stökkmor en á síðari myndinni lirfu auramaura (T. bicarinatum) narta í bita úr bananaflugu. Ef vel er að gáð má sjá drottningu auramaura á síðari myndinni.

Ant larvae are not exactly motionless white worm-like critters that just wait to develop into pupae first and adult ants then, but they must be fed by ant workers. Larvae primarily need proteins, nutrients crucial for body formation, and they eat constantly. Workers often pre-digest these feeds and then regurgitate them into the larvae. It also happens that microinvertebrates (or parts of prey) are put in between larvae’s mandibles. Here you can see a larva of Hypoponera ergatandria holding a springtail (photo 1) and one of Tetramorium bicarinatum chewing a piece of Drosophila sp. (photo 2, with a queen on the right).

Ný maurategund fundin

Við skoðun á íbúðarhúsi í Reykjavík fannst ný maurategun. Eftir frekari rannsóknir kom í ljós að hún tilheyrir Pheidole ættkvíslinni sem inniheldur  um 1200 ólíkar tegundir. Einkennandi fyrir Pheidole mauraættkvíslina er stéttarskipting innan búa, en þau skiptast í major og minor vinnumaura. Ekki hefur enn tekist að greina nákvæma undirtegund mauranna úr íbúðarhúsinu en rannsóknin er enn í vinnslu og er mikilvægt skref í áframhaldandi rannsóknum á útbreiðslu maura um landið.